Um SÚK

Fallegt handverk hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér og ekki síst þegar það helst í hendur við fallega hönnun. Þessi áhugi varð til þess að ég ákvað að stofna SÚK netverslun og sýningarrými þar sem í boði eru handunnar vörur frá Marokkó.


Í Marokkó er mikil hefð fyrir handverki og aðferðirnar þær sömu og hafa viðgengist mann fram af manni. Þar eru náttúruleg efni í hávegum höfð og sjálbærni og nægjusemi er þeim í blóð borin.

Heimsóknir í sýningarrýmið má bóka með því að senda tölvupóst á suk@suk.is


Ég hlakka til að sjá ykkur
Ella